
Vitvog er fjölhæf móttöku-, flokkunar- og skráningarlausn sem getur tengst helstu vogum og bókhaldskerfum á markaðnum

"Tæknivit hannaði og setti upp aðgangsstýringu að búningsklefum Sundmiðstöðvarinnar, bæði hug- og vélbúnað. Nú getum við auðveldlega gefið út margar gerðir af sundkortum með nokkrum smellum í umsjónarkerfinu. Einnig geta starfsmenn fyrirtækja/stofnanna notað sitt starfsmannakort sem aðgangskort. Allt mjög einfalt og þægilegt. Allt uppsetningarferlið gekk vel fyrir sig og þjónustan til fyrirmyndar." Hafsteinn Ingibergsson Forstöðumaður Sundmiðstöðvar

"SORPA og Tæknivit hafa átt áratuga farsælt samstarf. Tæknivit hefur sett upp ýmis kerfi fyrir okkur, þar með talið afgreiðslukerfi fyrir viðskiptavini SORPU sem taldir eru í hundruðum þúsunda árlega. Kerfin hafa virkað vel með löngum uppitíma. Starfsmenn Tæknivits hafa tryggt góða þjónustu og sýnt frumkvæði við endurbætur kerfa, þróun á framtíðarkerfum eða hvers annars er sérþekking þeirra nær yfir. Gef þeim mín bestu meðmæli". Bjarni Gnýr Hjarðar, fyrrv. yfirverkfræðingur SORPU